Þessi er hugsuð fyrir byrjendur sem vilja prófa sig áfram í tölvuleikjum án þess að gera miklar kröfur um rammafjölda (FPS). Notast er við innbyggða skjákjarnann í örgjörvanum sem gerir fjölmarga leiki spilanlega í 720p/1080p skjáupplausn. Aðrir íhlutir vélarinnar gera ráð fyrir að auðvelt sé að bæta við PCIe leikjaskjákorti fyrir stóraukin afköst í þyngri leikjum. Endorfy Ventum leikjakassarnir koma með glerhlið og flottum RGB ljósaviftum sem kæla íhluti, tryggja lengri endingu og gefa tölvunni skemmtilegt heildarútlit.