Skilmálar

Almennar upplýsingar

Seljandi er Computer.is, rekið undir kennitölu Tæknibæjar ehf, kt. 420797-2819. VSK númer 54934. Kaupendur eru þeir sem skráðir eru fyrir kaupum skv. reikningi. Aðeins þeir sem náð hafa 15 ára aldri mega panta vörur á Computer.is. Skilmálarnir geta tekið minniháttar breytingum án fyrirvara.

Vöruafhending

Hægt er að sækja pantanir í verslun okkar að Skipholti 50c, 105 Reykjavík. Einnig sendum við vörur hvert á land sem er með Póstinum daglega. Hægt er að óska eftir samdægurs akstri innan höfuðborgarsvæðisins gegn vægu gjaldi, gildir aðeins ef pantað er fyrir kl 15:00 alla virka daga. Ef pöntun er ekki sótt innan viku áskiljum við okkur rétt til að ógilda pöntunina.

Skilaréttur og réttur til að falla frá samningi

Almennur Skilaréttur
Computer.is býður upp á 14 daga skilarétt sem felur í sér að viðskiptavinur hefur val um að fá fulla endurgreiðslu eða inneignarnótu í samræmi við kaupverð. Almennur skilaréttur á við þegar þegar vara er keypt með öðrum hætti en við fjarsölu eða samningi utan fastrar starfsstöðvar (sjá neðar um rétt til að falla frá samningi).
Neytandi þarf að sýna fram á  að varan hafi verið  keypt af Computer.is. Neytandi skal vera ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Allar umbúðir og allir fylgihlutir þurfa að vera til staðar. Ekki má hafa verið settur upp viðbótarhugbúnaður á búnaðinn og að hann sé ekki sérpantaður eða sérsniðinn að beiðni viðskiptavinar.
Starfsfólk Computer.is áskilur sér rétt til þess að taka skilagjald ef þörf þykir og þá sér í lagi ef eitthvað af framangreindum skilyrðum er ekki uppfyllt.
Skilarétturinn gildir ekki um vörur sem hægt er að fullnýta á innan við 14 dögum. Hann gildir ekki um sérsniðnar pantanir.
Hugbúnaður og hugbúnaðarleyfi sem Computer.is selur eru seld og afhend á forsendum framleiðanda eða eiganda réttarins að hugbúnaðinum, þannig er einungis um sölu á afnotum að hugbúnaðinum að ræða en ekki eignarrétt á hugbúnaðinum. Skil á skráningarskyldum leyfum frá Microsoft sem dæmi er ekki unnt að samþykkja nema umbúðir, plast sé enn innsiglað og þar af leiðandi hefur gæðanna sannarlega ekki verið notið því rekjanleiki á hvort hugbúnaðurinn sé skráður og virkur er nánast ómögulegur.

Réttur til að falla frá samningi
Um viðskipti í netverslun Computer.is, aðra fjarsölusamninga og um rétt neytenda til að falla frá samningi gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016. 
Með samþykki þessara skilmála staðfestir neytandi að hann er upplýstur um rétt sinn til þess að falla frá samningi, þ.e. sá frestur rennur út fjórtán dögum eftir að gengið var frá samningi um kaup á þjónustu eða neytandi tók vöru í sína vörslu. Byrjar fresturinn jafnframt að líða þegar þriðji aðili sem viðskiptavinur tilgreinir tekur vöru í sína vörslu.
Réttur til að falla frá samningi á þó ekki við ef innsigli á innsigluðum tölvuhugbúnaði eða hljóð- eða myndupptökum hefur verið rofið. 
Viðskiptavinur þarf að tilkynna Computer.is um ákvörðun sína um að falla frá samningi áður en fresturinn til að falla frá honum rennur út og þarf að tilkynna það í gegnum tölvupóstfangið info@computer.is eða með annarri rekjanlegri yfirlýsingu, má þar sem dæmi nefna að símtal telst ekki sem ótvíræð rekjanleg yfirlýsing. Neytandi skal vera ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.
Kaupandi þarf að endursenda eða afhenda vöruna til Computer.is án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem kaupandi tilkynnir okkur ákvörðun sína um að falla frá vörukaupunum. Frestur til að tilkynna um að viðskiptavinur falli frá samningi telst virtur ef vara er sannanlega endursend fyrir lok 14 daga tímabilsins. Kaupandi ber beinan kostnað af endursendingu vörunnar. Staðlað eyðublað með yfirlýsingu um að fallið sé frá samningi.
(fylltu út og sendu þessa yfirlýsingu ef þú óskar eftir að falla frá samningnum) 
Til (hér skal setja inn nafn seljandans, heimilisfang og, ef hægt er, bréfasímanúmer og netfang):
Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*)
Sem voru pantaðar hinn (*)/mótteknar hinn (*)
Nafn neytanda/neytenda
Heimilisfang neytanda/neytenda
Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi)
Dagsetning
(*) Eyðið eftir því sem við á

Upplýsingar

Computer.is veitir upplýsingar um vörur og þjónustu með fyrirvara um innsláttarvillur, verð, myndir, lagerstöðu og bilanir. Ef vara er uppseld þá áskilur Computer.is sér rétt til að aflýsa sölu í heild eða að hluta til og endurgreiða upphæðina. Farið er með persónuupplýsingar sem algjört trúnaðarmál og þær einungis nýttar til að ljúka viðkomandi viðskiptum og tryggja góða þjónustu. Viðkvæmar greiðsluupplýsingar fara ávallt í gegnum örugga vefsíðu Valitor eða Netgíró þar sem notast er við SSL tengingar, slíkar upplýsingar koma aldrei við sögu hjá okkur né vefsíðunni okkar. 

Greiðsla

Allar kortagreiðslur fara í gegnum örugga, dulkóðaða kortasíðu Valitor með alþjóðlegum stöðlum um öryggi kortaupplýsinga. Einnig bjóðum við upp á millifærslu, Netgíró, Pei, viðskiptareikning, kortalán, reiðufé og fleira. Sækja þarf sérstaklega um viðskiptareikning með því að fylla út umsókn sem hægt er að finna neðst á forsíðu Computer.is.
Þegar verslað er út í reikning þarf að framvísa skilríkjum og kvitta undir með nafni og kennitölu.

Verð

Sama verð gildir almennt á netinu og í verslun en afsláttarkóðar gilda aðeins ef pantað er á netinu. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir geta sótt um sérstök afsláttarkjör ef viðskipti eru mikil og tíð. Verð eru birt með virðisauka. Verð geta breyst án fyrirvara.

Ábyrgð

Computer.is veitir tveggja ára neytendaábyrgð til einstaklinga skv. neytendalögum. Fyrir vörur sem ætlaðar eru umtalsvert lengri endingartími en tvö ár framlengis tilkynningarfrestur neytenda í 5 ár. Ábyrgð til fyrirtækja er eitt ár skv. lögum um lausafjárkaup.
Gildir ábyrgð Computer.is einungis á vörum sem seldar eru af Computer.is. Ef vörur hafa lengri ábyrgðartíma þá er það yfirleitt tekið fram sérstaklega á reikningi. Það hvort vara hefur fimm ára ábyrgð ræðst þó endanlega af ætluðum endingartíma vöru.
Sýna þarf fram á  að varan sé keypt af Computer.is með framvísun reiknings, færslum á kennitölu eða hægt sé að sýna fram á vörukaup með öðrum óyggjandi hætti. Ábyrgð nær hvorki til eðlilegs slits eða notkunar á rekstrarvörum.
Ábyrgð fellur úr gildi ef utanaðkomandi aðili framkvæmir tilraun til viðgerðar, opnar/rífur innsigli, vara hlítur slæma/ranga meðferð, ef rangur spennubreytir /spennuinngangur eða rangt hleðslutæki er notað við vöruna.
Gögn eru ekki innan ábyrgðar og bendum við viðskiptavinum á að taka afrit af gögnum reglulega. Hugbúnaður sem framleiddur er af þriðja aðila getur falið í sér ágalla sem er yfirleitt lagfærður í uppfærslum þriðja aðila og því er uppsetning og þjónusta á honum eða rétti hans ekki í höndum Computer.is enda þarf til þess persónulegar upplýsingar sem ekki er rétt að veita þjónustuaðilum svosem lykilorð og aðgangur að persónuupplýsingum.
Computer.is áskilur sér rétt til þess að staðfesta bilun áður en viðgerð/útskipting á sér stað. Ef bilun fæst ekki fram getur hóflegur kostnaður fallið á viðskiptavin. Nánari upplýsingar um 3ja ára ábyrgð á IN-WIN tölvum má finna hér.

Eignaréttur

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt, þetta gildir einnig um reikningsviðskipti.

Nánari upplýsingar

Okkar markmið er skýrt, það er að bjóða vandaðar tölvuvörur á góðu verði með eins góðri þjónustu og við mögulega getum veitt. Ef spurningar vakna eða eitthvað er óljóst í skilmálum þessum þá má hafa samband með tölvupósti á info@computer.is eða símleiðis í 582-6000. Þín ánægja er okkar markmið.

 

Með von um framtíðarviðskipti,
Starfsfólk Computer.is