Computer Fractal Workstation AMD R9 192GB 4TB RTX4090

Manufact. no: 12006
Product no: 12006

In Stock

Hér færðu öfluga tölvu með hinum glænýja AMD Ryzen 9 9950X sem byggir á Zen5 4nm örgjörvatækni AMD sem skilar þér byltingarkenndum afköstum. Þessi útfærsla kemur með hraðvirkum 4TB NVMe Gen4 SSD disk, 192GB DDR5 vinnsluminni og nVidia RTX4090 24GB skjákorti. Tölvan er sett saman í Fractal Design Torrent Black kassa sem hlotið hefur fjölmargar viðurkenningar fyrir hönnun og útlit. Sex kassaviftur sjá til þess að íhlutir haldast kaldir öllum stundum, jafnvel undir miklu álagi.


Free shipping
Stýrikerfi
Price: 849,900 kr
  • Turnkassi: Fractal Design Torrent Black ATX
  • Aflgjafi: 1000W 80+ Gold
  • Móðurborð: Asus PRIME B650-PLUS ATX
  • Örgjörvi: AMD Ryzen 9 9950X 16C/32T
  • Örgjörvakæling: BeQuiet Dark Rock Pro 5
  • Vinnsluminni: G.Skill 192GB (4x48GB) DDR5 5200MHz
  • SSD diskur: Crucial P3 PLUS 4TB M.2 NVMe gen4
  • Laus diskastæði:
    • 2x 3,5"
    • 4x 2,5"
  • Skjáskort: nVidia RTX4090 24GB
  • Hljóðkort: Innbyggt í móðurborði
  • Netkort kapaltengt: 2.5Gbit Ethernet
  • Netkort þráðlaust: Nei, selt sérstaklega
  • Tengi að framan:
    • 2x USB3.0 Type-A
    • 1x USB3.2 Type-C Gen2
    • 1x Audio-in
    • 1x Audio-out
  • Tengi að aftan:
    • 2x USB3.2 Type-A Gen1
    • 4x USB2.0 Type-A
    • 1x USB3.2 Type-C Gen2
    • 1x USB3.2 Type-C Gen1
    • 5x Audio Jacks
    • 1x RJ45
  • Skjátengi:
    • ​3x DisplayPort 1.4
    • 1x HDMI 2.1
  • Mál: 544 x 242 x 530 mm
  • Kassaviftur: 2x 18cm, 4x 14cm
  • Stýrikerfi: Windows 11
    • Án stýrikerfis (-15.000kr)
    • Win 11 PRO (+10.000kr)
  • Afgreiðslutími: 1-2 virkir dagar
  • Ábyrgð: Þrjú ár

 

Fractal Design Torrent Black
Fullkomið loftflæði og framúrskarandi hönnun einkenna Torrent kassana frá Fractal Design. Tvær 18cm og þrjár 14cm kassaviftur blása köldu lofti inn í gegnum ryksíur og að aftan blæs ein vifta út. Þannig helst yfirþrýstingur á lofti og minna ryk safnast í kassanum. Þannig helst tölvan hljóðlát, jafnvel undir miklu álagi. Það fylgja sex kassaviftur sem eru sérlega hljóðlátar og kæla búnaðinn vel. Öll helstu tengi eru ofan á kassanum: 1x USB3.2-C, 2x USB3.-A og 2x 3,5mm hljóðtengi.

 

Einungis það nýjasta og besta

Fractal tölvurnar okkar innihalda ávallt nýjustu kynslóðir íhluta sem skila þér frábærum afköstum í leikjum, forritun eða hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur. Við vitum nákvæmlega hvaða íhluti þarf til að skara fram úr. Þú nærð lengra með Fractal Design.

Öflugt kælikerfi

Við val á kælingum og viftum skiptir miklu máli að velja rétt. Fractal tölvurnar okkar innihalda öflugar og hljóðlátar kælingar sem skila þér auknum afköstum og lengri líftíma tölvunnar í heild. Arctic sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða kælibúnaði í tölvur sem eru afar hljóðlátar.

Þriggja ára ábyrgð

Fractal tölvurnar okkar eru settar saman af mikilli ástríðu og nákvæmni sem byggir á áratuga reynslu í faginu. Við notum einungis hágæða íhluti með endingu og gæði í huga. Þar af leiðandi bjóðum við 3ja ára ábyrgð á öllum Fractal tölvum sem við setjum saman.

Windows 11

Microsoft leggja sérstaka áherslu á öryggi í Windows 11 stýrikerfinu. Því fylgir góð vírusvörn sem verndar þig og þín gögn á afar fullkominn hátt í rauntíma. Sérstakar vélbúnaðarkröfur eru gerðar svo hægt sé að nota Windows 11 (TPM Module) en Fractal tölvurnar uppfylla þær kröfur að sjálfsögðu.

Vantar þig aðstoð við valið?

Hafðu samband og við gefum þér góð ráð við val á tölvu sem hentar
info@computer.is | facebook.com/computer.is | 582 6000

Related products

Samsung S80PB LED display 81.3 cm (32") 3840 x 2160 pixels 4K Ultra HD Black

In Stock
99,900 kr

Samsung S60D computer monitor 81.3 cm (32") 2560 x 1440 pixels Quad HD LCD Black

In Stock
69,900 kr

Samsung ViewFinity S6 S65UC computer monitor 86.4 cm (34") 3440 x 1440 pixels UltraWide Quad HD LCD Black

In Stock
94,900 kr

Samsung LS27A60PUUUXEN computer monitor 68.6 cm (27") 2560 x 1440 pixels Quad HD Black

In Stock
49,900 kr

Samsung ViewFinity S49C950UAU computer monitor 124.5 cm (49") 5120 x 1440 pixels DQHD LED Black

In Stock
229,900 kr

Samsung Odyssey RG90S computer monitor 124 cm (48.8") 5120 x 1440 pixels 4K Ultra HD LCD Black

Out of stock
199,900 kr

Logitech MX Anywhere 3S mouse Right-hand RF Wireless + Bluetooth Laser 8000 DPI

In Stock
16,900 kr

Logitech MX Keys S keyboard RF Wireless + Bluetooth QWERTY Danish, Finnish, Norwegian, Swedish Graphite

In Stock
21,990 kr

Wireless Keyboard and Mouse Combo. Logitech MK850 Performance 920-008226 Bluetooth/Radio Transfer, PC/Mac

In Stock
21,990 kr